Um okkur

Byggingafélagið Sparri Ehf er alhliða byggingarfyrirtæki sem stofnað var árið 1996 af þeim bræðrum Arnari Jónssyni húsasmiðameistara og Halldóri V. Jónssyni húsasmið, sem jafnframt hefur gegnt starfi framkvæmdarstjóra frá upphafi. Til að byrja með unnum við nær eingöngu fyrir smærri fyrirtæki og einstaklinga, en eftir því sem fyrirtækið stækkaði og verkefnum fjölgaði höfum við að mestu starfað fyrir opinbera aðila og stærri byggingaraðila s.s. í útboðum (allt frá innanhúsfrágangi til alútboða).


Síðast liðin 26 ár höfum við byggt fjölda íbúðarhúsnæða sem að við höfum selt á ýmsum stigum ýmist fokheld, tilbúin undir tréverk og alveg fullbúin. Það er stefna fyrirtækisins að leggja áherslu á vönduð vinnubrögð og góða þjónustu. Að meirihluti starfsmanna séu iðnaðarmenn og að aðstoðarmenn og nemar séu ávallt undir leiðsögn faglærðra manna. Öryggi og heilbrigði starfsmanna Sparra á vinnustað er fyrirtækinu mjög mikilvæg. Þurfi á aðgerðum að halda á vinnustað, sem miða að því að fyrirbyggja slys eða heilsutjón starfsmanna, hefur það algjöran forgang fram yfir venjuleg störf. Bræðurnir Arnar og Halldór sjá um daglegan rekstur fyrirtækisins ásamt færu starfsfólki, en hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði 20-25 manns, auk verktaka, við fjölbreytt störf. Þetta er samstilltur hópur sem hefur það að markmiði að vanda til allra verka.

Share by: